Bíllinn er blóraböggull
Það hefur tíðkast í umræðum um útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi að skella skuldinni á einkabílinn. Fréttir af þessu málefni eru jafnan skreyttar með mynd af útblástursröri bifreiðar. Flestar aðgerðir hins opinbera í þessum efnum hafa einnig beinst að einkabílnum. Má þar nefna kolefnisgjald á eldsneyti, lög sem leiða til innflutnings á lífeldsneyti, bæði bifreiðagjald og vörugjald á bíla og eldsneyti sem ætlað er að ýta fólki úr bensínbílum yfir í dísilbíla og ýmsa aðra skattalega mismunun.Í gær barst hins vegar skriflegt svar frá umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá minni um losun gróðurhúsalofttegunda.Svar ráðherrans leiðir í ljós að fólksbílar bera einungis ábyrgð á tæpum 4% útblástursins þegar losun frá framræstu landi er tekin með í reikninginn.Ætli menn sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi um allt að 40% á næstu árum þarf því augljóslega að huga að öðru en fólksbílum.