Endurheimt votlendis
Við Haraldur Benediktsson rituðum grein í Morgunblaðið í gær um endurheimt votlendis. Að frumkvæði og með fjárstuðningi ríkisins voru grafnir framræsluskurðir sem eru að lengd sem samsvarar um 25 hringjum í kringum landið. Þetta hefur margvísleg áhrif á umhverfið. Aðeins lítill hluti hins framræsta lands er nýttur í landbúnaði. Nú skýtur það skökku við að mínu mati að umhverfisráðherra hefur hrint af stað verkefni um endurheimt votlendis og enn og aftur á kostnað skattgreiðenda. saa@althingi.is