Jóhann hannar söguna fyrir Jóhönnu

nyibudalan.jpg

Ég birti litla grein í Fréttablaðið og á Vísi í gær um Jóhönnulánin, þá ráðstöfun Jóhönnu Sigurðardóttur að auka útlánaheimildir Íbúðalánasjóðs vorið 2008, nokkrum mánuðum fyrir hrun bankanna. Þar segir meðan annars:

Í lok árs 2007 voru viðskiptabankarnir nær hættir að lána til íbúðarkaupa enda hafði þrengst um lánsfé og margt sem benti til að erfiðleikar væru fram undan í efnahagslífi Vesturlanda. Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir.Í nýrri skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi má glöggt sjá hvernig útlán ÍLS nær þrefölduðust frá áramótum þar til þau náðu hámarki síðsumars 2008. [Sjá grafið hér að ofan]Jóhanna Sigurðardóttir narraði þannig fjölda manna til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun.

Jóhann Hauksson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar svarar grein minni í Fréttablaðinu og á Vísi í dag og reynir að koma ábyrgðinni á Íbúðalánasjóði yfir á þáverandi forsætisráðherra. Það er ekki mikil reisn yfir þeim málflutningi en hann er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi.

Previous
Previous

Jóhönnuð atburðarás

Next
Next

Jóhönnulánin