Menu

Skylda til fjölgunar borgarfulltrúa verði afnumin

16/02/2016 - Fréttir
Skylda til fjölgunar borgarfulltrúa verði afnumin

Ég mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Samkvæmt núgildandi lögum er Reykjavík skylt að fjölga borgarfulltrúum við næstu kosningar úr 15 í að lágmarki 23. Það er yfir helmings fjölgun. Ég tel óeðlilegt að löggjafinn þvingi höfuðborgina til þessa og skipti sér af stjórnskipan borgarinnar með þessum hætti

Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 15 og hafa aldrei verið fleiri, að einu kjörtímabili undanskildu. Á kjörtímabilinu 1978–1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en strax á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur í 15, og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur. Engin ástæða er til að löggjafinn þvingi borgaryfirvöld til fjölgunar borgarfulltrúa og er því með þessu frumvarpi lagt til að heimilt verði að borgarfulltrúarnir verði áfram 15.

Bágur fjárhagur borgarinnar gefur heldur ekkert tilefni til að borgarfulltrúum verði fjölgað.