Sigríður Á. Andersen

Vasareiknirinn

Hvað færðu í vasann þegar þú vinnur meira?

Þínar forsendur

Hér geturðu sett inn þínar forsendur og séð hvað stendur eftir þegar þú bætir við þig 10 þúsund krónum í útselda vinnu.Er vinna dýrasta jaðarsportið?

Vinnandi fólk getur lent í því að auka ráðstöfunartekjur sínar aðeins um 3.000 krónur við það að selja út vinnu sína fyrir 10 þúsund krónur (útseld vinna). Hinar 7.000 krónurnar fara í virðisaukaskatt, tryggingagjald, iðgjöld í sameignarsjóð, tekjuskatt og bótaskerðingu.

Þetta óæskilega samspil skatta- og bótakerfa hefur stundum verið nefnt jaðaráhrif.

Hjúskaparstaða, tekjur, eignir, skuldir, vaxtagjöld og fjölskyldustærð hafa áhrif í þessu dæmi. Það er búið að tengja marga þætti saman sem flækir skattkerfið verulega. Auk þess sem hér er tekið með í reikninginn eru afborganir námslána tekjutengdar, svo dæmið getur litið jafnvel enn verr út.

Þessi flækja versnaði til muna í tíð vinstri stjórnarinnar með þrepaskiptingu tekjuskatts og hækkun allra skatthlutfalla.

Eftir breytingar vinstri stjórnarinnar voru réttindi sambúðarfólks og hjóna ekki lengur að fullu millifæranleg í skattkerfinu og tekjuskattur getur því verið mjög misjafn eftir því hvernig tekjur skiptast á milli hjóna. Það getur munað yfir 700 þúsund krónum í tekjuskatt.

En betur má ef duga skal.

Vinna fólks má ekki vera dýrt jaðarsport.

Reiknivélin er miðuð við tekjuskatt og bætur á árinu 2016. Í byrjun árs 2017 var miðþrep tekjuskattsins fellt niður, hlutfall neðsta þrepsins lækkað og breytingar gerðar á bótakerfinu sem reiknivélin tekur ekki mið af

Sigríður Á. AndersenKærar þakkir fyrir að kynna þér Vasareikninn. Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar í netfangið: saa@althingi.is