Vasareiknirinn - hvað færðu í vasann þegar þú vinnur meira?

10kweb464px1.png

Skatta- og bótakerfið er óhemju flókið. Tekjur, hjúskaparstaða, fjölskyldustærð, aldur barna, eignir, skuldir, afborganir og jafnvel skipting tekna milli hjóna hafa áhrif á hve mikið situr eftir þegar menn auka tekjur sínar. Ég hef reynt að vekja athygli á því undanfarið að þessi jaðaráhrif geta verið allt að 75%. Maður sem eykur tekjur sínar um 10.000 krónur fær ef til vill aðeins 2.500 í vasann.Með hjálp góðra manna setti ég upp litla reiknivél, Vasareikninn, hér á síðunni minni. Þar getur þú sett þínar forsendur og séð hvað situr eftir þegar þú eykur tekjur þínar.

Previous
Previous

Viðtal á Bylgjunni um Vasareikninn

Next
Next

Á þingi