Menu

Er mögulegt að vernda viðkvæma?

14/11/2020 - Fréttir, Myndbönd/video
Er mögulegt að vernda viðkvæma?

Við Jón Ívar Einarsson læknir og prófessor við læknisfræðideild Harvard og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur og heimspekingur settum á laggirnar sumarið 2020 hóp áhugamanna um kórónuveiruvandann og afleiðingar hans í víðu samhengi, ekki bara frá sjónarhóli smitvarna. Hópurinn kallast „Út úr kófinu“ og hefur staðið fyrir umræðu og viðtölum við sérfræðinga, á Facebook og á heimasíðu hópsins, www.kofid.is.

Martin Kulldorff er prófessor við læknadeild Harvard, smitsjúkdómalæknir og lýðheilsutölfræðingur Hann er einn þriggja höfunda Barrington yfirlýsingarinnar. Hann kom á fund til okkar 14. nóvember 2020 og færði rök fyrir hnitmiðuðum sóttvarnaaðgerðum fremur en almennum lokunum.