Þekkir þú einhver dæmi þess?
Það er áberandi að vinstri menn tala lítið um skattahækkanir íkosningabaráttunni. Þó studdu þeir ekki skattalækkanir síðustu ára; hvorkilækkun tekjuskatts einstaklinga né afnám eignarskatts. Á meðan ríkisstjórninlækkaði þessa skatta og fleiri til voru vinstri menn í R-listanum uppteknirvið að hækka útsvarið í Reykjavík. Útsvarshækkun R-listans gerir það aðverkum að Reykvíkingar njóta ekki til fulls þeirrar lækkunar á tekjuskattisem ríkisstjórnin stóð að. Útsvar til sveitarfélaganna er hluti aftekjuskattinum sem við greiðum og undanfarin ár hafa tekjur sveitarfélagannaaf tekjuskatti einstaklinga verið hærri en tekjur ríkisins. Það þýðir aðmeðalmaðurinn greiðir stærri hluta launatekna sinna til sveitarfélags enríkissjóðs. Þessi staðreynd kemur ef til vill spánskt fyrir sjónir þar semríkið innheimtir hærra skatthlutfall en sveitarfélögin. Ríkið veitir hinsvegar persónuafslátt sem sveitarfélögin gera ekki. Fyrir og eftirÞað er ekkert nýtt að vinstri menn hafi fá orð fyrir kosningar um þá skattasem þeir ætla að hækka eftir kosningar.Helgi Hjörvar frambjóðandi R-listans og núverandi þingmaðurSamfylkingarinnar lýsti því yfir fyrir borgarstjórnarkosningar 1998 aðforgangsverkefni R-listans yrði "lækkun gjalda á Reykvíkinga". Hvergi varheldur að finna fyrirheit í kosningastefnu listans um að skattar og gjöldmyndu hækka. Eftir kosningar dundu á borgarbúum holræsagjald, hækkanirútsvars og annarra gjalda.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var spurð út í þessarskattahækkanir í sjónvarpsfréttum og svaraði fréttamanni með annarri spurningu: "Þekkir þú einhver dæmi þess, að þeir sem eru að bjóða sig fram til kosninga lofi skattahækkunum?"Í stefnuskrá R-listans fyrir borgarstjórnarkosningar 2002 var sagt að gertværi ráð fyrir "óbreyttu útsvarshlutfalli og óbreyttum fasteignasköttum".Þessu trúðu nógu margir kjósendur til að R-listinn hélt völdum.Fyrir þessar sömu kosningar árið 2002 ræddi Morgunblaðið við IngibjörguSólrúnu Gísladóttur þáverandi borgarstjóra og spurði hana: "Getur þú þálofað því að á næstu fjórum árum verði álögur á borgarbúa ekki hækkaðarvegna aukinnar skuldasöfnunar?" Ekki stóð á svari Ingibjargar Sólrúnar: "Já,það get ég. Til marks um það vil ég nefna að samkvæmt þriggja ára áætlun áborgarsjóður 4-5 milljarða í afgang þegar búið er að taka fyrir öllumrekstri."Og svo var útsvarið hækkað upp í topp.Hækkun hámarksÞótt útsvar Reykvíkinga sé nú komið í hámark í fyrsta sinn í sögunni dugarþað þó ekki að mati stjórnarandstöðunnar. Vinstri grænir lögðu ákjörtímabilinu fram tillögu um að sveitarfélögum verði heimilað að hækkaútsvarið enn meira. Tillagan hljóðaði upp á tæplega 8% hækkun, úr 13,03% í14,03%.Þessi tillaga, skattahækkanir R-listans og kerfisbundin andstaðastjórnarandstöðunnar á Alþingi við skattalækkanir á liðnum árum sýnirauðvitað hver hugur stjórnarandstöðuflokkanna er í skattamálum.En eins bent hefur verið á af þeim sem gleggst þekkja til þá eru fá dæmi umað flokkar upplýsi um skattahækkunarþrá sína fyrir kosningar.