Sigríður Á. Andersen

View Original

Breytingar á sóttvarnalögum

Alþingi samþykkti 4. febrúar breytingar á sóttvarnalögum. Heildarendurskoðun laganna hefst vonandi innan tíðar.

Ég tók sæti í velferðarnefnd (þar sem ég sit ekki alla jafna) sem fjallaði um málið og fékk marga gesti á sinn fund til að varpa ljósi á ýmsa fleti málsins. Það leiddi til ýmissa jákvæðra breytinga á málinu, m.a. þess að felld var út heimild til handa sóttvarnalækni að leggja á útgöngubann og kveða á um skyldubólusetningu við landamæri. Þá voru skorður settar við leyfilegu umfangi á stöðvun atvinnurekstrar.

Við 3. umræðu málsins vakti ég athygli á því að neikvæðar afleiðingar faraldursins stafa ekki bara af veirusmiti sem slíku heldur líka af sóttvarnaaðgerðum. Það á við hér á landi og um allan heim. Ótímabær dauðsföll af öðrum sökum en smiti eru óhjákvæmileg. Ég vakti líka athygli á nýútkominni rannsóknarskýrslu danska þingsins. Í henni er varað við því að lýðræðislega kjörnum fulltrúum sé haldið frá ákvarðanatöku við þær aðstæður sem faraldur eins og þessi skapar. Hvatt er til þess að við ákvarðanatöku sé leitað fanga víðar en hjá heilbrigðisstéttum. Mat á efnahagslegum áhrifum, réttarfarslegum og læknisfræðilegum þurfi að fara fram fyrir opnum tjöldum.

Ræðu mína má finna hér að neðan (8 mín.).

See this content in the original post