Sigríður Á. Andersen

View Original

Húsnæðismálaráðherrar síðustu áratuga

Orðaskipti mín við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar á síðum Fréttablaðsins vöktu mig til frekari umhugsunar um hverjir báru ábyrgð á hverju í aðdraganda bankahrunsins. Auðvitað koma margir þættir við sögu í flestum málum en það vilja þeir aldrei viðurkenna sem skella allri ábyrgð á öllu á einn flokk eða jafnvel einn mann með pólitískri ákæru fyrir Landsdómi.En lítum á eitt atriði.Skuldastaða margra heimila vegna margra heimila er mjög erfið. Íbúðalánasjóður ríkisins er sömuleiðis í miklum vanda og þarf tugi milljarða króna í aðstoð frá skattgreiðendum. Ráðherrar húsnæðismála áratugina fyrir hrunið voru:Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu 2007 – 2008Magnús Stefánsson Framsóknarflokki 2006 – 2007Jón Kristjánsson Framsóknarflokki 2006Árni Magnússon Framsóknarflokki 2003 – 2006Páll Pétursson Framsóknarflokki 1995 – 2003Rannveig Guðmundsdóttir Alþýðuflokki 1994 – 1995Guðmundur Árni Stefánsson Alþýðuflokki 1994Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokki  1987 – 1994Kannski myndi einhver segja um þetta tímabil að í upphafi skyldi endinn skoða!