Hefðu Icesave samningarnir farið í þjóðaratkvæði?
Ef tillögur stjórnlagaráðs um þjóðaratkvæðagreiðslur hefðu verið í gildi væri ólíklegt að kosningar um Icesave samningana hefðu verið heimilar samkvæmt 67. gr. tillögunnar. Samningarnir byggðu á meintum þjóðréttarlegum skuldbindingum.Í 67. gr. tillögu stjórnlagaráðs segir:
Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.
Annars vekur þessi grein, eins og svo margar aðrar í tillögu stjórnlagaráðs, fleiri spurningar en hún svarar.