Sigríður Á. Andersen

View Original

Ragnar Árnason og Advice hljóta frelsisverðlaunin 2011

Advice samtökin deila frelsisverðlaunum Kjartans Gunnarssonar með Ragnari Árnasyni prófessor í ár. Í tilkynningu frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna segir:

Að öðrum ólöstuðum áttu Advice samtökin hvað mestan þátt í því að ólögvörðum og ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave III samninginn svokallaða. Samtökin eru skipuð einstaklingum víðs vegar að úr þjóðfélaginu sem lögðu ómælda vinnu á sig til þess að kynna staðreyndir málsins fyrir þjóðinni. Því hefur stjórn SUS ákveðið að verðlauna Advice samtökin fyrir þeirra framlag í baráttunni gegn því að Icesave kröfunum yrði varpað á skattgreiðendur.Dr. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við HÍ, hefur lengi verið einn ötulasti talsmaður kvótakerfisins á Íslandi. Sjaldan hefur verið vegið jafn hart að fiskveiðistjórnunarkerfinu en þrátt fyrir hatramma baráttu núverandi stjórnvalda gegn íslenskum sjávarútveg hefur Ragnar staðið vaktina í ræðu og riti, nú síðast með ræðu á sjómannadeginum í Reykjavík.

Myndin var tekin við afhendingu verðlaunanna. Frá vinstri: Sigríður Á. Andersen, Frosti Sigurjónsson, Sveinn Tryggvason og Jón Helgi Egilsson frá Advice og Ragnar Árnason.