Sigríður Á. Andersen

View Original

Schengen

Ísland hef­ur tekið þátt í Schengen-sam­starfi Evr­ópu­sam­bands­ríkja frá ár­inu 2001 í sam­ræmi við samn­ing sem und­ir­ritaður var árið 1996. Á þess­um árum hef­ur sam­starfið auk­ist mjög með fjölg­un sam­starfs­ríkja og auknu um­fangi. Mark­mið sam­starfs­ins er þó óbreytt og einkum tvíþætt. Í umræðu um þátt­töku Íslands í Schengen-sam­starf­inu er gjarn­an ein­blínt á þann þátt sam­starfs­ins sem lýt­ur að af­námi per­sónu­bund­ins eft­ir­lits á innri landa­mær­um, enda er hann aug­ljós öll­um þeim sem um landa­mæri ríkj­anna fara. Hinn þátt­ur­inn er lýt­ur að sam­vinnu um lög­gæslu er hins veg­ar ekki öll­um eins kunn­ur. Þar er um að ræða sam­ræmd­ar regl­ur um eft­ir­lit á ytri landa­mær­um Schengen-svæðis­ins og mikla sam­vinnu lög­regluliða ríkj­anna með ör­yggi borg­ara Schengen-ríkj­anna að leiðarljósi.Öryggi í frels­inuFrjáls för manna yfir landa­mæri er mark­mið í sjálfu sér. Það eru mik­ils­verð rétt­indi að geta farið á milli ríkja án þess að þurfa að sæta per­sónu­bundnu eft­ir­liti meðan á ferð stend­ur og áður en lagt er í hann. Íslend­ing­ar, sem nú á dög­um ferðast trú­lega meira milli landa en rík­is­borg­ar­ar margra annarra Evr­ópu­ríkja, finna glöggt mun­inn að þessu leyti á ferðalög­um inn­an Evr­ópu og utan.Niður­fell­ing eft­ir­lits á innri landa­mær­um Schengen kall­ar hins veg­ar á marg­vís­leg­ar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir. Lög­reglu­sam­vinna yfir landa­mæri skipt­ir þar sköp­um. Mik­il­væg­ur hluti henn­ar felst í sam­eig­in­legu upp­lýs­inga­kerfi (SIS) með til­heyr­andi heim­ild lög­gæslu­yf­ir­valda til að miðla með skil­virk­um hætti upp­lýs­ing­um milli sam­starfsaðila. Einnig er sam­vinna milli ríkj­anna um rétt­araðstoð í saka­mál­um, meðal ann­ars með það að leiðarljósi að ein­stak­ling­ur verði ekki sak­sótt­ur eða refsað tví­veg­is fyr­ir sama af­brot á Schengen-svæðinu. Þá hafa sam­starfs­rík­in skuld­bundið sig til þess að fylgja sam­ræmdri stefnu við út­gáfu vega­bréfs­árit­ana. Það er ekki ólík­legt að án þessa sam­starfs um vega­bréfs­árit­an­ir og árit­ana­frelsi væri ferðaþjón­usta á Íslandi nokkuð minni en raun er.Marg­vís­leg­ar ástæður ferðalagaLang­flest­ir sem leggja land und­ir fót gera það í lög­mæt­um til­gangi. Viðskipta­ferðir, skemmti­ferðir og bú­ferla­flutn­ing­ar af ýms­um ástæðum, meðal ann­ars vegna ófriðar heima fyr­ir eða bágs efna­hags­ástands. Ástæðulaust, að ekki sé minnst á til­gangs­laust, er að am­ast við þess­um ferðum okk­ar mann­fólks­ins. Það er hins veg­ar hverju full­valda ríki mik­il­vægt að hafa ein­hverja yf­ir­sýn yfir þann straum er­lendra borg­ara sem fara um landa­mæri þess. Ekki eru all­ir í lög­mætri dvöl og ekk­ert ríki á Vest­ur­lönd­um er í stakk búið til þess að taka á móti öll­um þeim sem þangað vilja flytja frá öðrum heims­hlut­um.Að gefnu til­efni er rétt að taka fram að þátt­taka Íslands í Schengen-sam­starf­inu lýt­ur ekki að heild­ar­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins í mál­efn­um út­lend­inga eða hæl­is­leit­enda. Ísland er ekki skuld­bundið að neinu leyti í þeim efn­um. Hins veg­ar tek­ur Ísland þátt í Dyfl­inn­ar­sam­starf­inu sem lýt­ur að af­mörkuðum mál­um er varða út­lend­inga­mál, þ.ám. brott­vís­an­ir og end­ur­komu­bann út­lend­inga í ólög­mætri dvöl. Það er vand­séð hvernig Ísland hefði getað brugðist við for­dæma­laus­um straumi hæl­is­leit­enda und­an­far­in ár án þessa sam­starfs sem er hluti Schengen-sam­starfs­ins. Þess mis­skiln­ings gæt­ir stund­um í umræðu um Schengen að af­stýra hefði mátt fjölg­un hæl­is­leit­enda hér á landi væri Ísland utan Schengen. Hæl­is­leit­end­ur velja hins veg­ar ekki viðkomu­staði sína eft­ir ríkja­banda­lög­um. Schengen-rík­in eru frá­leitt einu áfangastaðir hæl­is­leit­enda eins og Bret­land er ágætt dæmi um.Sam­vinna í stöðugri þróunMál­efni landa­mæra- og lög­reglu­sam­vinnu telj­ast al­mennt þróun á Schengen-sam­starf­inu. Sam­vinna á vett­vangi ör­ygg­is­mála telst hins veg­ar ekki nema að hluta Schengen-tengd, nán­ar til­tekið þegar sam­vinn­an varðar t.d. ör­yggi á ytri landa­mær­um eða nýt­ingu Schengen-upp­lýs­inga­kerf­is­ins svo dæmi séu tek­in. Framund­an eru nokk­ur mik­il­væg verk­efni á sviði landa­mæra- og lög­reglu­sam­vinnu sem al­menn­ing­ur verður var við. Fyr­ir­huguðu Entry/Exit-kerfi sem sam­komu­lag náðist um síðari hluta árs 2017 er til að mynda ætlað að auka gæði landa­mæra­eft­ir­lits og auka sjálf­virkni við mæl­ingu dval­ar út­lend­inga á Schengen-svæðinu. Á ár­inu 2017 ferðuðust 30 millj­ón ein­stak­ling­ar til Schengen-svæðis­ins á grund­velli heim­ild­ar um vega­bréfs­árit­un­ar­frelsi. Eft­ir því sem samn­ing­um um vega­bréfs­árit­un­ar­frelsi fjölg­ar þá fjölg­ar þess­um ferðamönn­um. Það er vissu­lega já­kvætt í stóra sam­heng­inu en má þó ekki vera á kostnað ör­ygg­is Schengen-svæðis­ins. Á ár­inu 2022 er fyr­ir­hugað að taka í notk­un ETI­AS-kerfi (Europe­an Tra­vel In­formati­on and Aut­horisati­on System) í lík­ingu við það kerfi sem Banda­rík­in nota við for­skrán­ingu ferðamanna til lands­ins. ETI­AS er ætlað að greiða fyr­ir landa­mæra­eft­ir­liti og draga úr lík­um á því að ferðamaður sæti frá­vís­un á landa­mær­um.Ísland hef­ur aðkomu að mót­un nýrra Schengen-gerða með þátt­töku ís­lenskra sér­fræðinga, sendi­herra og dóms­málaráðherra í nefnd­um ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins. Í upp­hafi árs tók Rúm­en­ía við for­mennsku í ráðherr­aráðinu af Aust­ur­ríki. For­mennsku­ríki hef­ur tæki­færi til þess að setja sitt mark á stefnu­mót­um Schengen-sam­starfs­ins en rík­in hafa vissu­lega mis­mun­andi áhersl­ur þegar kem­ur að þróun sam­starfs­ins.Í gær lagði ég fyr­ir Alþingi skýrslu mína um Schengen-sam­starfið. Í henni er fjallað um þau verk­efni sem rædd eru á reglu­leg­um fund­um dóms­mála- og inn­an­rík­is­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins sem við dóms­málaráðherr­ar Schengen-sam­starfs­ríkj­anna sækj­um. Ég hvet áhuga­sama til þess nálg­ast skýrsl­una á vef Alþing­is eða dóms­málaráðuneyt­is.-Höfundur er dómsmálaráðherra.Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar 2019