Sunnudagsblað Morgunblaðsins
Ég mun hálfsmánaðarlega í vetur skrifa pistla í sunnudagsblað Morgnblaðsins, í dálki sem kallast hefur Úr ólíkum áttum. Fyrsti pistillinn birtist í dag. Hann fjallaði um þann árlega ósóma sem birting álagningarskránna er og mis nákvæmri vinnslu blaðamanna á upplýsingum úr henni. Þessi vinnsla persónuupplýsinga stenst að mínu mati ekki lög og er til ómældra óþæginda fyrir þá sem fyrir verða. Ég lagði fram á alþingi á síðasta vetri fyrirspurn sérstaklega um vinnslu svokallaðra hákallalista (þ.e. lista yfir gjaldendur hæstu skattanna) sem á sér ekki nokkra lagalega stoð. Svarið sem ég fékk var nákvæmlega ekkert, nema þá útúrsnúningur og fyrirsláttur eins og sjá má hér.