Menu

Vasareiknirinn

31/08/2016 - Fréttir
Vasareiknirinn

Vinnandi fólk getur lent í því að auka ráðstöfunartekjur sínar aðeins um 3.000 krónur við það að selja út vinnu sína fyrir 10 þúsund krónur (útseld vinna). Hinar 7.000 krónurnar fara í virðisaukaskatt, tryggingagjald, iðgjöld í sameignarsjóð, tekjuskatt og bótaskerðingu.

Þetta óæskilega samspil skatta- og bótakerfa hefur stundum verið nefnt jaðaráhrif.

Hjúskaparstaða, tekjur, eignir, skuldir, vaxtagjöld og fjölskyldustærð hafa áhrif í þessu dæmi. Það er búið að tengja marga þætti saman sem flækir skattkerfið verulega. Auk þess sem hér er tekið með í reikninginn eru afborganir námslána tekjutengdar, svo dæmið getur litið jafnvel enn verr út.

Þessi jaðaráhrif hækkuðu og flækjan versnaði til muna í tíð vinstri stjórnarinnar með þrepaskiptingu tekjuskatts og hækkun allra skatthlutfalla en hefur lagast heldur að undanförnu með lækkun skatthlutfalla.

Með aðstoð góðra manna setti ég upp reiknivélina Vasareikninn þar sem menn geta sett inn sínar eigin forsendur og séð hvað þeir fá í vasann ef þeir bæta við sig vinnu, til dæmis nokkrum yfirvinnutímum.

saa@althingi.is