Að loknu prófkjöri

cropped-SigridurAndersen_P7A1263_BaldurKristjans_web.jpg

Ég er þakklát hinum almenna kjósanda fyrir þann góða stuðning sem ég hlaut í prófkjörinu en ég hækka um tvö sæti frá síðasta prófkjöri. Ég mun því skipa þriðja sætið á öðrum hvorum framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Meðframbjóðendum mínum þakka ég drengilega keppni.Ég færi sömuleiðis bestu þakkir því góða fólki úr sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík sem sá um framkvæmd prófkjörsins í Reykjavík í gær.Þátttakan í prófkjörinu var minni en oft áður en það á sér sjálfsagt ýmsar skýringar fyrir utan að vera almenn þróun á Vesturlöndum. Frambjóðendur kostuðu að mér sýnist almennt minnu til en áður. Ekki var tekist á um efsta sætið. Tímasetningin í lok sumarleyfa hjálpar ekki til við kynningu á því. Mér sýnist þetta líka vera sjöunda prófkjörið sem sjálfstæðismönnum í Reykjavík er stefnt í á 10 árum.Einhverjir velviljaðir Sjálfstæðisflokknum hafa bent á að nokkrir lögfræðingar séu á framboðslistanum. Nú búum við blessunarlega í þjóðfélagi þar sem flestir geta menntað sig að vild. Má ekki ætla að margir þeirra sem leggja lögfræðina fyrir sig hafi einmitt sérstakan áhuga á löggjafarstörfunum? Þess utan erum við aðeins tvö á þessum lista sem lögðum hefðbundna lögmennsku fyrir okkur áður en við settumst á þing. Hinir lögfræðingarnir tveir störfuðu hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Bakgrunnur þessara lögfræðinga er þannig fjölbreyttur og reynslan mikil.

Previous
Previous

Píratar rýna í gögnin

Next
Next

Vasareiknirinn