Ríkisstjórn bannar rannsóknir

Hagsmunir Íslendinga geta falist í rannsóknum á landgrunni Ísland.

Vinstri græn­ingj­ar í Evr­ópu hafa lengi rekið áróður gegn orku­vinnslu í álf­unni. Jafn­vel vatns­afls­virkj­an­ir Íslend­inga hafa verið gerðar tor­tryggi­leg­ar í aug­um al­menn­ings þótt þær fram­leiði þá orku sem kallað er mest eft­ir. End­ur­nýj­an­lega orku sem los­ar ekki gróður­húsalof­teg­und­ina sem leit­ast er við að minnka. Áróður gegn virkj­un­um og jafn­vel flutn­ingi orku frá þeim virkj­un­um sem þegar eru til staðar hef­ur borið nokk­urn ár­ang­ur hér á landi.

Áróður­inn hef­ur þó borið miklu meiri ár­ang­ur í Evr­ópu síðustu ára­tugi. Þar hef­ur verið dregið úr vinnslu kjarn­orku, olíu og gass án þess að önn­ur vinnsla hafi komið í staðinn. Ekki af því að menn hafi ekki viljað nýta ann­ars kon­ar orku, eins og sól­ar- og vindorku, held­ur vegna þess að slík orka ann­ar ekki orkuþörf álf­unn­ar. Þess vegna hef­ur orkuþörf­inni verið mætt með olíu og gasi frá Rússlandi. Því hef­ur lengi verið haldið fram að Rúss­ar hafi stutt evr­ópska græn­ingja í bar­átt­unni gegn orku­vinnslu Evr­ópu­landa.

Evr­ópa er því orðin háð Rúss­um um orku. Það er af­leit staða, nú þegar ríður á að veita Úkraínu stuðning gagn­vart yf­ir­gangi Rússa. Leiðtog­ar Evr­ópu­ríkja sem vilja losna úr þessu sjálf­skap­ar­víti boða nú gas­vinnslu á ný og hætta við eða fresta boðuðum lok­un­um kola- og kjarn­orku­vera.

Á Íslandi kveður hins veg­ar við ann­an tón. Rík­is­stjórn­in læt­ur sér ekki nægja yf­ir­lýs­ing­ar um að ætla ekki að veita leyfi til olíu- eða gas­vinnslu á land­grunni Íslands. Á þess­um þing­vetri hyggst um­hverf­is­ráðherra freista þess öðru sinni að fá samþykkt frum­varp sem bann­ar einnig rann­sókn­ir í efna­hagslög­sög­unni.

Eitt er að vilja ekki nýta til­tekn­ar auðlind­ir. Annað er að leggj­ast gegn rann­sókn­um sem gætu leitt í ljós alls kon­ar aðra þætti en þá sem rann­sókn­irn­ar bein­ast að í upp­hafi. Mögu­lega aðrar auðlind­ir. Marg­ar merki­leg­ar upp­götv­an­ir í mann­kyns­sög­unni eru ein­mitt afrakst­ur vís­inda­rann­sókna sem í upp­hafi beind­ust að af­mörkuðu sviði en leiddu menn inn á aðrar og óvænt­ar braut­ir.

Rík­is­stjórn, sem held­ur á lofti hug­tök­um á borð við ný­sköp­un og frum­kvöðla­starfi í tíma og ótíma, en vill um leið banna rann­sókn­ir á botni hafs­ins, sem við eig­um allt okk­ar und­ir, er ekki mjög trú­verðug. Afstaða vinstri græn­ingj­anna í rík­is­stjórn­inni kem­ur ekki á óvart. En hvers vegna vilja ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks, um­hverf­is­ráðherra og ráðherra vís­ind­anna, banna rann­sókn­ir á land­grunni Íslands?

„Á þess­um þing­vetri hyggst um­hverf­is­ráðherra freista þess öðru sinni að fá samþykkt frum­varp sem bann­ar rann­sókn­ir í efna­hagslög­sög­unni.“

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. september 2022.

Previous
Previous

Hæstiréttur skerpir á félagafrelsi

Next
Next

Litið um öxl