Sigríður Á. Andersen

View Original

„Vali þjóðarinnar“ verður breytt

Ritaði grein í Morgunblaðið í dag um kosninguna til hins svonefnda stjórnlagaþings og þá mismunun sem beita á frambjóðendur af öðru kyninu verði úrslit ekki eftir ákveðnum línum.

Ef sú sennilega staða kemur upp, að einstaklingur nái ekki kjöri en þurfi að horfa upp á annan frambjóðanda með færri atkvæði skjótast fram fyrir sig vegna kynferðis, hvað gerist þá? Er ekki rétt að gera ráð fyrir því að hann leiti réttar síns og láti reyna á fyrir dómstólum hvort þingsætaúthlutun eftir kynferði standist stjórnarskrá?

Greinina má lesa hér.