Sigríður Á. Andersen

View Original

Er venjuleg vinna dýrasta jaðarsportið?

10kweb464pxRitaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem ég legg út af hinum miklu jaðaráhrifum í skatta- og bótakerfunum, sem er þó best lýst með myndinni af væntanlega 10 þúsund kallinum hér að ofan (smellið á myndina til að fá stærri útgáfu). Í greininni bæti ég  nýju dæmi við dæmi sem ég hafði áður birt um hve lítið stendur eftir af útseldri vinnu þegar virðisaukaskattur, tryggingargjald, iðgjöld í lífeyrissjóð, tekjuskattur og skerðing vaxta- og barnabóta eru tekin með í reikninginn. Þetta er dæmi af fólki með frekar lágar tekjur en lendir engu að síður í því að 69% viðbótartekna skila sér ekki.

Þessi flækja hefur versnað til muna á undanförnum árum með þrepaskiptingu tekjuskatts, að því ógleymdu að allir þeir skattar sem hér koma við sögu hafa hækkað og þar með þessi jaðaráhrif.Það er alltaf þörf á nýjum störfum og verðmætasköpun í þjóðfélagi en sjaldan þó líkt og þegar efnahagsleg áföll hafa riðið yfir. Menn með nýjar hugmyndir verða að hafa svigrúm til að afla sjálfum sér og öðrum lífsviðurværis. Háu skattarnir bitna ekki aðeins á þeim sem fyrir þeim verða með beinum hætti heldur einnig hinum sem verða af nýjum tækifærum.

Greinina má finna hér í greinasafninu.