Sigríður Á. Andersen

View Original

Forsendur samgöngusáttmála brostnar?

Borgarlínan var til umræðu fyrir húsfylli í Valhöll á laugardaginn. Ég vakti þar athygli á nokkrum atriðum:

  • Á árunum 2007-2017 var 160 milljörðum varið í vegaframkvæmdir. Aðeins 17% þeirrar fjárhæðar runnu til höfuðborgarsvæðisins, þar sem þó 70% landsmanna búa.

  • Í þessu ljósi er það fagnaðarefni ef ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu koma sér saman um framkvæmdir á næstu árum => Samgöngusáttmálinn => 120 milljarðar á 15 árum.

  • Markmiðið með samgöngusáttmálanum:

    • Greiðari samgöngur

      • Kolefnishlutlaust samfélag.

        • Aukið umferðaröryggi.

          • Skilvirk framkvæmd og samvinna

          • Af 120 milljörðum á helmingur að fara í Borgarlínu og helmingur í vegaframkvæmdir. Slík skipting þjónar tæplega markmiðum samgöngusáttmálans.

          • Bara það að setja Miklubraut í stokk er áætlað að kosti 22 milljarða en mun ekki bæta neinu við vegakerfið. Fyrir sömu fjárhæð mætti trúlega gera göng í gegnum Öskjuhlíðina og fjölga þannig leiðum um borgina.

          • Fjármögnunin er enn óljós.

          • Samgöngusáttmálinn gerði ráð fyrir að hafin yrði framkvæmd við mislæg gatnamót á Bústaðarveg/Reykjanesbraut og Rjúpnaveg/Breiðholtsbraut á þessu ári, 2021. Þessum framkvæmdum hefur nú verið frestað vegna skipulagságreinings af hálfu borgaryfirvalda.

          • Forsendur samgöngusáttmálans virðast þannig þegar brostnar.

          • Það er útilokað að verklegar framkvæmdir við Borgarlínu hefjist áður en lokið er við þessar brýnu framkvæmdir við gatnamótin.

          • Reykvíkingar verða ekki látnir bíða annan áratug eftir vegaframkvæmdum í Reykjavík.

Horfa má á fundinn hér að neðan. Erindi mitt hefst á mínútu 1:18:00

See this content in the original post