Sigríður Á. Andersen

View Original

Hvert stjórnarskrárorð er dýrt

Ritaði grein í Morgunblaðið í dag um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem efnt er til skoðanakönnunar um í dag.

Stjórnarskrá hefur slíkt gildi, að öll önnur lög, reglugerðir, samþykktir og hvað eina annað víkur fyrir henni. Hvert einasta orð í stjórnarskrá getur því verið dýrt. Tillaga stjórnlagaráðs sem þjóðinni er ætlað að kjósa um á morgun úir og grúir af ákvæðum sem virðast vera lítt eða ekki hugsuð, með þetta í huga. Af mýmörgum dæmum má nefna eftirfarandi: Stjórnlagaráð leggur til að í 8. grein nýrrar stjórnarskrár standi þessi fallegu orð: „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.“ Þetta hljómar nú ljúft við fyrsta lestur. En hvaða afleiðingar hefur það, þegar slíkur texti er settur í stjórnarskrá? Þá er hann ekki lengur ljúfur fagurgali eða falleg stefnuskrá, heldur æðsta réttarheimild í landinu. Hvað þýðir það, þegar sett er í stjórnarskrá landsins að „margbreytileiki mannlífsins“ skuli virtur „í hvívetna“?

Greinina í heild er að finna hér í greinasafninu.