Leifur heppni og tollarnir
Ritaði litla grein í Fréttablaðið og Vísi í dag vegna fundar sem við í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu boðuðum til í morgun um viðskipti Íslands og Bandaríkjanna, en í dag er landafunda Leifs Eiríkssonar minnst vestan hafs.Í greininni gat ég þess að enn eru lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þótt þeir hafi verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað þaðan, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Þetta er ósanngjarnt og nokkuð sem við Íslendingar gætum lagað upp á eigin spýtur. Hví lokum við á samkeppni með þessum hætti?Greinina er að finna hér.