„Hér varð náttúrlega hrun“
Fréttaritari Ríkisútvarpsins spurði sérstakan saksóknara að því sísona hvort upptökur af símhlerunum vegna rannsókna tengdum bankahruninu yrðu ekki birtar á netinu. Ég ritaði nokkur orð í Morgunblaðið að því tilefni.
Bankahrunið hafði áhrif á marga. En þjóðfélagið hrundi ekki, þótt mörgum, og þá líklega ekki síst þeim sem fyrir bankahrun hefðu þegið veigameira hlutverk í þjóðfélaginu, hefði eflaust þótt spennandi að það hefði gerst. Bankahrunið kallar ekki á nýja stjórnarskrá, nýtt flokkakerfi, ný kosningalög og alls ekki á nýjar grundvallarreglur í þjóðfélaginu. Bankahrunið kallar ekki á afnám eignarréttar, samningafrelsis, skoðanafrelsis eða annars þess sem er í raun óaðskiljanlegur þáttur frjáls þjóðfélags. Og bankahrunið er nákvæmlega engin afsökun fyrir þá sem vilja helst ekki að aðrir menn búi í réttarríki.
Greinina í heild má lesa hér.