Á þingi

althingi07112012Á dögunum sat ég á þingi sem varaþingmaður í fyrsta sinn á þessu kjörtímabili, í fjarveru Ólafar Nordal. Auk þátttöku í almennum umræðum notaði ég tækifærið til að leggja fram eitt frumvarp til laga og þrjár fyrirspurnir, sem finna má hér.Frumvarpið lagði ég fram að gefnu tilefni en á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis hafði ég spurt hann um tímabundnar ráðningar í stjórnarráðinu sem umboðsmaður víkur að í skýrslu sinni til þingsins. Tilgangur frumvarpsins er að girða fyrir að menn séu settir tímabundið í stöðu með það að markmiði að skipa þá síðar varanlega þegar þeir hafa öðlast forskot á aðra mögulega umsækjendur.Fyrirspurnirnar sem ég lagði fram lúta annars vegar að heimild skattstjóra til að vinna svonefnda hákarlalista upp úr álagningarskrám og hins vegar tvær að starfsemi Ríkisútvarpsins.

Previous
Previous

Vasareiknirinn - hvað færðu í vasann þegar þú vinnur meira?

Next
Next

Húsnæðismálaráðherrar síðustu áratuga