Áfram á traustum grunni

Stefnuyfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar hefur verið afskaplega vel tekið. Yfirlýsingin ber með sér að ákveðið hefur verið að halda áfram á sömu braut og síðustu ár. Áfram verður unnið að því að efla atvinnulíf og efnahag, sem er grundvöllur þess að áfram verði unnið að umbótum á sviði velferðarmála.Áframhaldandi skattalækkanirMargt mætti nefna úr stefnuyfirlýsingunni, en sérstaklega er rétt að vekja athygli á nokkrum málum sem hafa mikla þýðingu. Fyrst ber að nefna fyrirætlanir um áframhaldandi skattalækkanir, beinar og óbeinar. Það er afar mikilvægt að ekki verði sofnað á verðinum í samkeppninni við aðrar þjóðir um höfuðstöðvar íslensku alþjóðafyrirtækjanna. Lækkun fyrirtækjaskatts á kjörtímabilinu er raunhæft markmið og til þess fallið að renna enn styrkari stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Æskilegt væri að fara með tekjuskatt fyrirtækja niður í 10% til að halda forskotinu í alþjóðlegum samanburði. Sjálfstæðismenn munu svo að sjálfsögðu halda áfram að færa rök fyrir lækkun tekjuskattsprósentunnar þótt hennar sé ekki getið sérstaklega í stjórnarsáttmálnum.Í stjórnarsáttmálanum er einnig fyrirheit um afnám stimpilgjalds og lækkun beinna skatta á einstaklinga. Ennfremur er kveðið á um endurskoðun á vörugjöldum og virðisaukaskatti, en áríðandi er að einfalda og lækka þá skatta, auk þess að eyða misræmi í gjöldum. Afnám almennra tolla er raunhæf leið að því marki.Aukið frelsi í landbúnaðarmálumEflaust eru þeir margir sem vænta mikils af þessari ríkisstjórn í landbúnarðarmálum og ekki verður betur séð en að hún hyggist standa undir þeim væntingum. Afdráttarlaus fyrirheit stjórnarsáttmálans um endurskoðun landbúnarkerfisins, með aukið frelsi í málaflokknum að leiðarljósi, er fagnaðarefni. Fátt kæmi íslenskum heimilum betur og skapar bændum um leið ný tækifæri.Umbætur í heilbrigðiskerfinuEitt mest spennandi verkefni nýrrar ríkisstjórnar er á sviði heilbrigðismála og víst er að mikil eftirvænting ríkir meðal sjálfstæðismanna og allra þeirra sem vilja breytingar til batnaðar í málaflokknum. Það er sérstakt ánægjuefni fyrir sjálfstæðismenn að fá nú tækifæri til að veita heilbrigðismálunum forystu. Stjórnarsáttmálinn gefur góðar vonir um stefnuna með fjölbreyttari rekstri og fjármögnun að leiðarljósi. Þetta er reyndar í samræmi við það sem báðir flokkarnir hafa haldið á lofti undanfarin ár. Þess vegna má vænta mikillar samstöðu um jákvæða þróun heilbrigðismála næstu árin.Jákvætt veganestiMálefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar er mikilvægt og jákvætt veganesti nýs meirihluta á Alþingi. Um leið og málefnasamningurinn er staðfesting þess hve vel hefur verið haldið á málum á liðnum árum, gefur hann góð fyrirheit um að áfram verði haldið á sömu braut.Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. maí 2007.

Previous
Previous

Hvað á næsta ríkisstjórn að gera?

Next
Next

Þekkir þú einhver dæmi þess?