Ánægðustu viðskiptavinirnir
Ritaði nokkur orð um misjafna meðferð sem viðskiptavinir SPRON annars vegar og föllnu bankanna hins vegar hafa fengið í kjölfar hrunsins. Þetta ójafnræði skoðaði ég í tengslum við mál sem ég rak fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir umbjóðanda minn nokkurn.
Hefði maðurinn tekið þetta ólögmæta lán hjá einhverjum hinna föllnu banka og greitt það upp í nóvember 2008 væri hann nú í dag búinn að fá ofgreiðsluna endurgreidda. Viðskiptavinur Spron þarf hins vegar að lýsa kröfu gagnvart slitastjórn Spron til þess fá þessa endurgreiðslu. Frestur til að lýsa kröfum rann hins vegar út 22. janúar 2010, löngu áður en Hæstiréttur kvað upp úr um ólögmæti gengislánanna. Maður þessi lét á það reyna á síðasta ári að koma kröfunni að þrátt fyrir þetta með vísan til m.a. fordómalausra aðstæðna, löggjafar um endurútreikning og endurgreiðslu og jafnræðis meðal viðskiptavina fjármálastofnana. Slitastjórn hafnaði kröfunni og í þessari viku var sú ákvörðun staðfest með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.Það er umhugsunarefni fyrir löggjafann af hverju það voru einungis hagsmunir skuldara annarra fjármálafyrirtækja en Spron sem voru hafðir að leiðarljósi er vaxtalögum var breytt í desember 2010 um endurútreikning ólögmætra lána.
Greinina í heild má lesa hér.