Aukinn kraftur í risnu

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fundar í Genf og New York. Þar eru risnur vel þegnar. 

Ég rakst á ársgamalt minnisblað utanríkisráðuneytisins til fjárlaganefndar um fyrirhugað framboð Íslands til setu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Það er misskilningur ef menn halda að mannréttindum verði helst unnið fylgis í opinberum nefndum eða stofnunum, innlendum eða útlendum. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna er dæmi næsta gagnslausan vettvang að þessu leyti. Jafnvel skaðlegan myndu einhverjir segja og benda á pólitískan tvískinnung í ályktunum ráðsins og hvítþvott sem alræmd alræðisríki fá með undarlegustu vegtyllum innan ráðsins.

Það er full ástæða til þess að fordæma glæpi stjórnvalda (ef stjórnvöld skyldi kalla) gegn borgurum í mörgum Arabaríkjum og kommúnistaríkjunum sem eftir eru. Það er hægt að gera beint og óbeint með margvíslegum hætti og áhrifameiri en upplestur heimastíla á þingum Sameinuðu þjóðanna verður nokkurn tímann.  

Og nú vill Ísland (ríkisstjórnin þ.e.a.s.) inn í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Til að tikka þar í sömu boxin og nú þegar er tikkað í á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Látum liggja milli hluta hversu brýnt þetta erindi er eða gagnlegt Íslendingum eða öðrum. Í því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi og í ljósi nauðsynlegs aðhalds og raunsæis við stjórn efnahagsmála næstu misserin/árin – getur það raunverulega verið að framboð til ráðsins og seta þar sé mál sem ríkisstjórnin ætti að vera reka núna?

Utanríkisráðuneytið telur svo vera og gott betur. Það er kalt mat ráðuneytisins að það sé nóg til og setja þurfi fullan þunga í risnu.

Ég ritaði um málið í Morgunblaðið í dag.

——

Ný­lega var ný rík­is­stofn­un sett á lagg­irn­ar með lög­um frá Alþingi. Eins og með svo margt annað á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þessu kjör­tíma­bili hef­ur verið upp­lýst að lög­in hafi verið samþykkt af sjálf­stæðismönn­um með mikl­um sem­ingi og með vís­an til alþjóðlegra skuld­bind­inga. Er vísað til ákvæðis í Samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks sem menn hafa kosið að túlka sem skyldu til að starf­rækja sjálf­stæða mann­rétt­inda­stofn­un. Ekki sé nægi­legt að hafa eft­ir­lit með mann­rétt­ind­um hér á landi með ýms­um öðrum stofn­un­um og dóm­stól­um á þrem­ur dóms­stig­um. Þing­menn og ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa sagt að þeir hafi enga sann­fær­ingu fyr­ir þess­ari stofn­ana­væðingu. Allt að einu hef­ur hún farið fram með at­kvæði þeirra flestra. Kostnaður við stofn­un­ina mun aukast ár frá ári og alls óvíst er um ár­ang­ur af starf­inu í þessu ágæta landi okk­ar sem stend­ur flest­um ríkj­um heims fram­ar í mann­rétt­inda­mál­um.

Ný stofn­un er ekki nóg

Í vik­unni var til­kynnt að Ísland myndi bjóða sig fram til setu í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna. Ísland sat um nokk­urra mánaða skeið í ráðinu árið 2018-2019 þegar Banda­rík­in sáu þann kost vænst­an að draga sig út úr því starfi sem þar fer fram. Skila­boð Banda­ríkj­anna við það til­efni voru þau að ráðið, sem var stofnað 2006, væri skrum­skæl­ing á hug­mynd­um manna um mann­rétt­indi. Starf þess gengi út á að viðhalda sjálfu sér um­fram annað. Í ráðinu sitja enda mörg þau lönd sem fáir myndu kenna við mann­rétt­indi. Ut­an­rík­is­ráðuneytið ís­lenska hef­ur hins veg­ar metið setu Íslands í ráðinu sem vel heppnaða og lagði strax til við ráðamenn að hugað yrði að fram­boði til fullr­ar setu.

Ekki er bú­ist við harðri kosn­inga­bar­áttu, en kjörið fer fram nú í októ­ber. Í upp­hafi var gert ráð fyr­ir að kostnaður við fram­boðið rúmaðist inn­an fjár­mála­áætl­un­ar sem lá fyr­ir árið 2020. Það var fljótt að breyt­ast. Í minn­is­blaði ut­an­rík­is­ráðuneyt­is til fjár­laga­nefnd­ar í októ­ber 2023 var kynnt að aukið fé þyrfti til máls­ins. Ráða má af minn­is­blaðinu að menn eru al­veg laus­ir við áhyggj­ur af mik­illi skulda­söfn­un rík­is­sjóðs sem hef­ur leitt til þess að vaxta­kostnaður er orðinn einn stærsti út­gjaldaliður rík­is­sjóðs.

Risna og viðburðir

Var­legt mat ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins á kostnaði við kosn­inga­bar­átt­una var um eitt ár­s­verk til viðbót­ar reglu­bundn­um verk­efn­um fasta­nefnd­ar. Að frá­töldu vinnu­fram­lagi og ferðakostnaði ligg­ur viðbót­ar­kostnaður fyrst og fremst í risnu, að því er seg­ir í minn­is­blaði ráðuneyt­is­ins. Bæta þyrfti við tveim­ur starfs­mönn­um í fasta­nefnd­ina í Genf á meðan á set­unni stæði. Fjár­laga­nefnd hef­ur verið kynnt mik­il­vægi þess að „út­send­ur diplómati með hæfi­leika og reynslu … flytj­ist til Genf­ar sum­arið 2024. Staðarráðinn sér­fræðing­ur eða starfsnemi, ráðinn til lengri tíma, þyrfti að hefja störf sem fyrst. Að sama skapi þarf að gera ráð fyr­ir að auk­inn þungi verði sett­ur í risnu og viðburði í New York og Genf.“

Þetta viðhorf til skatt­greiðenda er raun­veru­leg rót verðbólgu og hárra vaxta hér á landi. Góðverk á kostnað annarra eru sí­fellt rétt­lætt með vís­an til alþjóðlegra skuld­bind­inga. Menn huga ekki að því að það eru þó hinar þjóðlegu skyld­ur sem fyrst þarf að upp­fylla áður en lengra en haldið.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 3. október 2024.

 

Next
Next

Skattmat bifreiða út í loftið