Hóf í skattheimtu

Skrifaði nokkur orð í Morgunblaðið í dag um jafnræði og hófstillingu í skattheimtu. Það kunna að vera fréttir fyrir einhverja þingmenn en það má ekki síður  jafna skatta með því að lækka þá niður í neðsta þrep eins og að hækka alla í hæsta þrep.

Skattlagningu er ekki einvörðungu stillt í hóf með því að skatthlutföll séu lág, þótt það sé að sjálfsögðu nauðsynleg forsenda. Í hóflegri skattheimtu felst einnig að jafnræði sé með skattgreiðendum, þeir greiði sambærilega skatta af sambærilegum tekjum, neyslu eða starfsemi. Til að skattheimta teljist hófstillt þarf að lokum að gefa skattgreiðendum eðlilegt svigrúm til að laga sig að íþyngjandi breytingum. Stundum vegast á þessi tvö síðarnefndu sjónarmið um jafnræði og svigrúm. En þegar svigrúminu sleppir tekur jafnræðið við.

Greinina má finna hér.

Previous
Previous

„Hér varð náttúrlega hrun“

Next
Next

Hóf í skattheimtu