Kostnaður og ávinningur í loftslagsmálum

Í gær fór fram umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hver ráðherra var til svara fyrir sína málaflokka. Ég átti orðastað við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðhera.

Votlendi.jpg

Ég velti þú upp hvort við værum að fara hagkvæmustu og árangurríkustu leiðir í loftslagsmálum. Ísland hefur mikla sérstöðu í þessum efnum. Hér er eitt hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku í heiminum. Hvergi eru heldur meiri tækifæri til endurheimtar votlendis en hér. Þessi sérstaða Íslands er því miður ekki viðurkennd í samkomulaginu um þessi mál sem kennt er við París. Þess vegna erum við enn niðurgreiða innflutning á lífolíum til íblöndunar í eldsneyti fyrir milljarða króna á ári í stað þess til dæmis að bæta landgæði hér innanlands. Sú leið sem við höfum þarna farið er mjög dýr og skilar engum varanlegum samdrætti í losun.

Previous
Previous

Hvað eru fimm dagar?

Next
Next

Ferðafrelsi og bólusetningar