Verkefnin framundan
Á næsta kjörtímabili blasa mörg krefjandi verkefni við nýrri ríkisstjórn undir forystu Geirs H. Haarde formanns Sjáfstæðisflokksins.SkattalækkunÍ fyrsta lagi þarf að halda áfram að lækka tekjuskatt einstaklinga. Það er raunhæft markmið að skatturinn verði kominn niður í um 30% við lok næsta kjörtímabils en hann er nú tæp 37%. Þetta getur gerst með því að ríkið lækki sinn hlut niður í 18% eða í það sama og það tekur af fyrirtækjum. Ráðdeild í ríkisrekstriLækkun á tekjuskatti einstaklinga hjálpar einnig til við næsta mikilvæga mál. Aðhald í ríkisrekstrinum verður alltaf erfitt í sömu mund og tekjur ríkissjóðs vaxa mjög hratt líkt og þær hafa gert undanfarin ár. Það er alltaf viss tilhneiging til að eyða því sem aflast. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög, taka of stóran hlut til sín af tekjum okkar landsmanna. Eina ráðið við því er skattalækkun. Ráðdeild í ríkisrekstri byggist því ekki aðeins á sparnaði og aðgæslu heldur einnig ströngu aðhaldi með markvissum skattalækkunum.Aðstæður eldri borgaraTekjutengingar, eignarskattar, hækkandi útsvar og fasteignagjöld hafa gert mörgum eldri borgurum erfitt fyrir að reka heimili og stunda atvinnu að vild. Nú hafa eignarskattar hins vegar verið lagðir af og tekjuskattur einstaklinga hefur lækkað þótt útsvarshækkanir R-listans hafi unnið gegn Reykvíkingum, jafnt ungum sem öldnum, hvað það varðar. Í sumar kynnti svo nefnd á vegum forsætisráðherra tillögur sem miða að því að létta frekar undir með þeim eldri borgurum sem vilja stunda atvinnu og reka eigin heimili. Ýmsar tillögur nefndarinnar gera kerfið einfaldara og skýrara en auka jafnframt sveigjanleika þess. Tillögurnar eru því mikilvægt skref í rétta átt og eru góður grunnur að frekari aðgerðum í þessu veru.Afnám tollaTollar skila um1% af heildartekjum ríkissjóðs. Tollakerfið er flókið og dýrt í rekstri, bæði fyrir ríkið, verslunina og neytendur. Afnám tolla eykur fjölbreytni í verslun og veitir neytendum raunhæfa möguleika á að leita hagkvæmustu leiða til að minnka útgjöld heimilanna.Jöfn tækifæriAllir þurfa tækifæri til að láta til sín taka. Við þurfum að halda áfram að ryðja hindrunum úr vegi fyrir framtaki einstaklinganna. Þetta á ekki síst við um mennta- og heilbrigðismál þar sem við getum eflt þjónustuna með auknu sjálfstæði stofnana og starfsmanna þeirra.Tökum þáttForsenda þess að sjálfstæðismenn komist til þessara verka er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti góða kosningu í alþingiskosningunum í vor. Grunnurinn að góðum úrslitum verður lagður í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í dag. Tökum þátt og stillum upp sterkum framboðslista.