Viðurkenning vegna baráttunnar gegn ríkisábyrgðinni á Icesave

heimdallurheidrar707crop.png

Deilunni um hvort íslenskir skattgreiðendur ættu að bera ábyrgð á skuldum einkabanka lauk 28. janúar er EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum rökum ESA og Evrópusambandsins þar um.Hinn 31. janúar síðastliðinn veitti Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, nokkrum einstaklingum og samtökum viðurkenningu fyrir baráttu í Icesave málinu. Við það tækifæri sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður Heimdallar:

Þessir aðilar voru hvað mikilvægastir í baráttunni gegn Icesave, allir sýndu þeir bæði dugnað og staðfestu og fyrir það eiga þau heiður skilinn.

Á myndinni hér að ofan eru nokkrir þeirra sem hlutu þessa viðurkenningu ásamt formanni Heimdallar.

Previous
Previous

Enski boltinn

Next
Next

Í fjórða sætinu, kærar þakkir