Samfylkingin alveg græn

UmræðanBreytt landslag í umhverfismálum Þegar húsfyllir varð á tónleikum heimsfrægra tónlistarmanna í Laugardalshöll í janúar síðastliðinn skipti Samfylkingin skyndilega um skoðun á Norðlingaölduveitu. Á tónleikunum, sem voru sjálfsagt alveg órafmagnaðir, mun virkjuninni hafa verið hallmælt og daginn eftir fundaði þingflokkur Samfylkingarinnar og varð andvígur þessari virkjun sem hann hafi áður stutt.Þegar Draumalandið varð metsölubók hljóp Samfylkingin til og bauð höfundinum nefndarsæti hjá Reykjavíkurborg. Fréttir Ríkisútvarpsins hermdu einnig að það hefði verið til umræðu innan flokksins að bjóða honum gott sæti á framboðslista án þess að hann þyrfti að taka þátt í prófkjöri eins og aðrir.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var andvíg álverum sem frambjóðandi Kvennalistans árið 1991. Á kosninganótt þegar í ljós kom að ekki var hægt að mynda vinstri stjórn án þátttöku Kvennalistans skipti hún um skoðun til að auka líkurnar á því að komast í ríkisstjórn. Sem borgarstjóri greiddi Ingibjörg Sólrún því atkvæði sitt að borgin gengist í ábyrgðir fyrir Kárahnjúkavirkjun. Hún birtist einnig glaðleg og brosmild á forsíðu kosningablaðs Samfylkingar fyrir síðustu þingkosningar. Ástæðan fyrir brosinu var að forsætisráðherraefnið stóð ásamt fleiri frambjóðendum Samfylkingarinnar við skilti frá Alcoa þar sem fram kom að fyrirtækið ætlaði að byggja álver fyrir austan. Enda studdi Samfylkingin málið; virkjunina og álið.Það er því ekki að undra að menn taki nýrri stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum með fyrirvara. Flokkurinn virðist reikull í ráði og ekki þarf mikið til að hann hlaupi frá stefnu sinni og snústi jafnvel í marga hringi. Tónleikar og metsölubækur skekja flokkinn. Ný umhverfisstefna er heldur ekki trúverðug þegar hún er sett saman sem nauðvörn gagnvart sókn vinstri grænna í fylgi Samfylkingarinnar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 16. september 2006.Þegar húsfyllir varð á tónleikum heimsfrægra tónlistarmanna í Laugardalshöll í janúar síðastliðinn skipti Samfylkingin skyndilega um skoðun á Norðlingaölduveitu. Á tónleikunum, sem voru sjálfsagt alveg órafmagnaðir, mun virkjuninni hafa verið hallmælt og daginn eftir fundaði þingflokkur Samfylkingarinnar og varð andvígur þessari virkjun sem hann hafi áður stutt.Þegar Draumalandið varð metsölubók hljóp Samfylkingin til og bauð höfundinum nefndarsæti hjá Reykjavíkurborg. Fréttir Ríkisútvarpsins hermdu einnig að það hefði verið til umræðu innan flokksins að bjóða honum gott sæti á framboðslista án þess að hann þyrfti að taka þátt í prófkjöri eins og aðrir.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var andvíg álverum sem frambjóðandi Kvennalistans árið 1991. Á kosninganótt þegar í ljós kom að ekki var hægt að mynda vinstri stjórn án þátttöku Kvennalistans skipti hún um skoðun til að auka líkurnar á því að komast í ríkisstjórn. Sem borgarstjóri greiddi Ingibjörg Sólrún því atkvæði sitt að borgin gengist í ábyrgðir fyrir Kárahnjúkavirkjun. Hún birtist einnig glaðleg og brosmild á forsíðu kosningablaðs Samfylkingar fyrir síðustu þingkosningar. Ástæðan fyrir brosinu var að forsætisráðherraefnið stóð ásamt fleiri frambjóðendum Samfylkingarinnar við skilti frá Alcoa þar sem fram kom að fyrirtækið ætlaði að byggja álver fyrir austan. Enda studdi Samfylkingin málið; virkjunina og álið.Það er því ekki að undra að menn taki nýrri stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum með fyrirvara. Flokkurinn virðist reikull í ráði og ekki þarf mikið til að hann hlaupi frá stefnu sinni og snústi jafnvel í marga hringi. Tónleikar og metsölubækur skekja flokkinn. Ný umhverfisstefna er heldur ekki trúverðug þegar hún er sett saman sem nauðvörn gagnvart sókn vinstri grænna í fylgi Samfylkingarinnar.

Previous
Previous

Því þéna karlmenn meira?

Next
Next

Afnám tolla er raunhæfur kostur