Eytt út í loftið?

unsplash-image-OCD_7D8pUxg.jpg

Ég hef veitt því at­hygli að helstu mæli­kv­arðar vinstri­flokk­anna á ár­ang­ur í lofts­lags­mál­um eru ann­ars veg­ar hve háir skatt­ar eru lagðir á al­menn­ing í nafni and­rúms­lofts­ins og hins veg­ar hve út­gjöld rík­is­ins til mála­flokks­ins eru mik­il. Það er orðinn reglu­leg­ur viðburður í þing­inu að vinstri­flokk­arn­ir met­ist um hver býður hæstu skatt­ana og mestu eyðsluna í þess­um efn­um.

Þvert á það sem vinstri­flokk­arn­ir boða eig­um við stefna að ár­angri á þessu sviði sem öðrum með sem lægst­um skött­um og minnst­um kostnaði. Vinstri­menn eru hins veg­ar staðráðnir í því að efna til lofts­lags­mála við al­menn­ing með skött­um, eyðslu, boðum og bönn­um.

Sérstaða Íslands í orku­mál­um

Lofts­lags­mál­in eru öðrum þræði orku­mál. Íslend­ing­ar hafa auðvitað svo mikla sér­stöðu í orku­mál­um að ef aðrar þjóðir væru eins og við væri eng­inn að tala um ham­fara­hlýn­un. Við not­um um 80% end­ur­nýj­an­lega orku á meðan rest­in af ver­öld­inni not­ar yfir 80% jarðefna­eldsneyti. Evr­ópu­sam­bandið er að basla við að koma sínu hlut­falli end­ur­nýj­an­legr­ar orku upp í 20% og not­ar til þess alls kyns vafa­sam­ar aðferðir eins og brennslu lí­feldsneyt­is og líf­massa. ESB stefn­ir að því að koma hlut­fall­inu upp í 32% árið 2030.

Ef ekki koma fram hag­kvæm­ar tækninýj­ung­ar í orku­fram­leiðslu mun heim­ur­inn áfram ganga að mestu leyti fyr­ir olíu, kol­um og gasi. Lofts­lags­samn­ing­ar munu litlu breyta þar um. Fólk í fá­tæk­ari ríkj­um heims mun ekki afþakka raf­lýs­ingu úr kola­orku­veri, gas til eld­un­ar eða bens­ín á bíl­inn. Ekki af því að það hafi það sem sér­stakt mark­mið að nota þessa orku­gjafa og vilji ekki skipta yfir í minna meng­andi orka­gjafa. Ástæðan er sú að aðrir hag­kvæm­ari kost­ir standa þessu fólki ekki til boða. Það er mik­il­vægt að slík­ir kost­ir komi fram og þró­un­in er í þá átt.

Sér­stöðu Íslands ætti hins veg­ar að viður­kenna í alþjóðlegu sam­starfi um þessi mál eins og gert var fyrstu tvo ára­tug­ina. Vegna sér­stöðu okk­ar er ekki sjálf­gefið að við sæt­um sömu skil­yrðum og þjóðir sem búa við allt aðrar aðstæður. Íslensku ákvæðin svo­nefndu í lofts­lags­samn­ing­un­um voru felld á brott í tíð vinstri stjórn­ar­inn­ar 2009-2013.

Him­in­há gjöld

Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un sem samþykkt var á alþingi á dög­un­um verður sam­tals 60 millj­örðum króna varið til lofts­lags­mála á ár­un­um 2020-2024. Þess­ar miklu fjár­hæðir verðskulda sér­staka at­hug­un. Ekki síst nú þegar rík­is­sjóður er rek­inn með mikl­um halla. Í hvað eru þessi fjár­mun­ir að fara og skila þeir ásætt­an­leg­um ár­angri?

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. apríl 2021.

Ég ræddi þessi mál annars við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sem útvarpað var á páskadag.

Previous
Previous

Borgarlínan og loftslagið

Next
Next

Hvað eru fimm dagar?