Frelsisverðlaunin 2016

frelsisverdlaunin21072016_2.jpg

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í liðinni viku að Samband ungra sjálfstæðismanna veitti mér Frelsisverðlaunin sem kennd eru við Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.Verðlaunin eru jafnan veitt einum einstaklingi og einum félagasamtökum eða fyrirtæki, lögaðila svo notað sé formlegt heiti. Að þessu sinni fékk Almenna bókafélagið félagaverðlaunin. Jónas Sigurgeirsson framkvæmdastjóri félagsins veitti þeim viðtöku.Í stuttu ávarpi sem ég flutti við afhendingu verðlaunanna í Valhöll á fimmtudaginn minnti ég menn á að missa ekki sjónar á því að baráttan fyrir frelsinu verður að fara fram á mörgum vígstöðum, ekki bara í hinum ágæta selskap sem SUS og aðildarfélög þess eru, heldur einnig utan hins pólitíska sviðs. Það er enda ekki síður hægt að ná árangri í því að koma frelsisboðskapnum á framfæri á öðrum vettvangi. Ég nefndi til dæmis óflokkspólitískt starf sem ég hef komið að í gegnum árin en sem hafa, að minnsta kosti að mínu mati, haft nokkur áhrif á hugmyndabaráttu hér á landi. Annars vegar Andríki sem hefur nú í 20 ár gefið út vefritið Vefþjóðviljann á andriki.is. Hins vegar Advice hópurinn sem við fámennur hópur stofnuðum til að berjast gegn Icesave samningnum hinum síðari. Forsprakki hópsins var Frosti Sigurjónsson síðar þingmaður Framsóknarflokksins. Bæði Andríki og Advice hafa reyndar fengið frelsisverðlaun SUS.Um leið og ég minnti á að hugmyndabaráttan verði að fara fram víða þá áréttaði ég það að hugmyndafræðin verður líka að finna sér farveg í stjórnmálum. Mér hefur svolítið þótt skorta á að þeir sem áhugasamastir eru um hugmyndafræði sem lýtur að auknu frelsi manna og minni ríkisafskiptum hugnist bein þátttaka í stjórnmálum. Marga slíka þekki ég rökfasta en málefnalega sem fengur væri að á alþingi eða í sveitarstjórnnum. Hægri menn virðast bara alltaf finna sér eitthvað þarfara að gera en að vasast í stjórnmálum. Það er nú kannski þess vegna sem svona verðlaun gleðja stjórnmálamanninn mig.Ég held þá mínu striki.Á myndinni erum við Jónas með Laufeyju Rún Ketilsdóttur formanni Sambands ungra sjálfstæðismanna. / saa@althingi.is.

Previous
Previous

Harmageddon í morgun

Next
Next

Sósíalismi 21. aldar?