Hvar eru svörin?

ruv_stundin.png

Í síðasta mánuði fengum við þingmenn spurningalista frá bæði fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni um fjármál okkar. Gefnir voru nokkrir dagar til svara. Hafa Ríkisútvarpið og Stundin ekki birt svörin? Það gæti auðvitað hafa farið framhjá mér í fréttaflóði síðustu viku. Ég treysti því að þessir fjölmiðlar vilji gera svo mikilvægum upplýsingum góð skil og hjálpa þannig til við að auka traust í þjóðfélaginu.Hér er fyrirspurn Stundarinnar:„Kæri þingmaður,meðfylgjandi eru spurningar frá Stundinni sem varða mögulegar eignir þínar erlendis. Svara er óskað sem fyrst, í síðasta lagi mánudaginn 4. apríl. Svörin verða birt þann 7. apríl. Allir þingmenn eru spurðir sömu spurninganna.Spurningarnar eru:1. Átt þú, eða eiginkona þín/eiginmaður þínn, einhverjar eignir erlendis persónulega eða í gegnum félög eða fyrirtækif? Þá er átt við fasteignir, verðbréf hvers konar, fjármuni og eða aðrar eignir?2. Ef svarið við spurningu (1) er já: Hvar eru þessar eignir, í hvaða landi? Óskað er eftir upptalningu á öllum eignum og í hvaða landi þær eru.3. Lýstir þú, eða eiginkona þín/eiginmaður þínn, kröfu eða kröfum í slitaabú einhvers hinna föllnu banka á Íslandi, persónulega eða í gegnum félög eða fyrirtæki?4. Ef svarið við spurningu (3) er já hver var þá ástæðan fyrir kröfulýsingunni, hversu há var krafan eða kröfurnar sem lýst var og hvernig var kröfunni eða kröfunum lýst, persónulega eða í gegnum fyrirtæki á Íslandi eða erlendis?Takk fyrir.Bestu kveðjur, Ingi F. Vilhjálmsson, blaðamaður á Stundinni“Og svo fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins frá 28. mars:„Ágæti þingmaðurÞessi fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins er send á alla þingmenn og ráðherra.Átt þú eða maki þinn, eða hefur átt, eignir eða hagsmuni í því sem í daglegu tali er nefnt aflandsfélag eða skattaskjól (til dæmis á Bresku-Jómfrúaeyjum)?Svar má gjarnan berast í síðasta lagi á miðvikudag.Með kveðju,Tryggvi Aðalbjörnsson“En hvar eru svörin?

Previous
Previous

Í þætti Björns Bjarnasonar á ÍNN

Next
Next

Skylda að leysa vandann