Ábyrgð á fjármálafyrirtækjum

Það er gott út af fyrir sig hver margir eru boðnir og búnir til að leggja fram hugmyndir um endurreisn atvinnulífsins og raunhæfar aðgerðir til að leysa vanda þeirra heimila sem orðið hafa fyrir áföllum. Þó verður að hafa í huga að sumar þessara tillagna leysa ekki þann raunverulega vanda sem við eigum í þessa dagana. Einkum er það vegna þess að þær lausnir sem menn varpa fram varða gjarnan bara afmarkaðan þátt þeirrar endurreisnar sem nauðsynleg er, allt eftir því hver ráðgjafinn er í hvert sinn.Í nýlegri skýrslu þeirra Jóns Daníelsson og Gylfa Zoëga (Hagkerfi bíður skipbrot; 9. febrúar sl.) setja þeir fram á skilmerkilegan hátt nokkur atriði varðandi ástæður og aðdraganda sem vert er að gefa gaum.Ódýrir peningar í umferðSkýrsluhöfundar rifja upp að fljótlega eftir að bankarnir hér á landi voru einkavæddir urðu aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þannig að nánast ótakmarkað fjármagn var í boði til handa þeim sem vildu lán á kjörum sem menn töldu góð á sínum tíma en voru einmitt of góð til að vera varanleg.Þetta nýttu hinir einkavæddu bankar sér einmitt og fljótlega varð bankastarfsemi stór hluti af hagkerfinu. Á árunum 2004 og 2005 átti mesta stækkun bankakerfisins sér stað er bankarnir keyptu stóra banka og fjármálastofnanir erlendis.Hér er ekki við einkavæðinguna að sakast í sjálfu sér. Engin leið er að fullyrða um að ríkisbankarnir gömlu hefðu ekki líka þanið sig á kostnað erlends fjármagns. Í mínum huga hefðu reyndar líkurnar á því verið meiri en minni. Það breytir því ekki hins vegar að hinir einkareknu bankar þöndu sig út án þess að fyrir lægi skilmerkilega hver myndi bera ábyrgðina ef illa færi. Ef um ríkisbanka hefði verið að ræða er ljóst að ríkið hefði borið alla ábyrgð, bæði með því að vera lánveitandi til þrautavara og með því að ábyrgjast lántökur bankanna. Við værum án efa í mun verri stöðu í dag ef sú hefði verið raunin. Það virðist hins vegar vera sem einkavæddir bankarnir hafi áfram gert ráð fyrir þess háttar ábyrgðum ríkisins. Um leið gerði ríkið litlar ráðstafanir til þess að verja hagsmuni sína að þessu leyti með því að takmarka með skýrum hætti ábyrgð sína á ákvörðunum bankanna.Spurningin sem þarf að svara núna er því sú hvort að menn ætli sér aftur að reka hér fjármálakerfi sem byggir á ábyrgðum ríkisins - skattgreiðenda - á ákvörðunum í viðskiptalífinu. Að mínu mati þarf að endurskoða hið svo afar óljósa hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. Um leið þarf að endurskoða hlutverk Seðlabanka við mótun peningastefnunnar. Það hefur komið í ljós að peningastefna seðlabanka verður ekki slitin úr samhengi við stefnu ríkjandi sjtórnvalda í ríkisfjármálum.Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 12. febrúar 2009.

Previous
Previous

Falskur tónn

Next
Next

Traustara heilbrigðiskerfi