Frjáls skoðanaskipti eru besta leiðin að réttri niðurstöðu.
Þurfa Íslendingar að borga?
Áhugaverð og einstök staða er komin upp í samskiptum íslenskra stjórnvalda annars vegar og breskra og hollenskra stjórnvalda hins vegar í kjölfar algers bankahruns á Íslandi í október 2008. Bretar og Hollendingar hafa haldið því fram að íslensk stjórnvöld beri fjárhagsábyrgð á internetinnlánsreikningum sem hinn íslenski banki Landsbanki rak í löndunum tveimur, svokölluðum Icesave reikningum. Bretar og Hollendingar ákváðu sjálfir að greiða innistæðueigendum innistæður sínar við gjaldþrot bankans. Nú vilja þeir að Ísland endurgreiði þeim féð að fullu. Með svokölluðu Icesave samkomulagi féllst ríkisstjórn Íslands á kröfur Breta og Hollendinga, með fyrirvara um samþykki alþingis á slíkum fjárhagsskuldbindingum.